Toum hvítlaukssósa fyrir Shawarma

Toum hvítlaukssósa fyrir Shawarma

4 Hvítlauksgeirar

60 ml grænmetisolía

smá klípa salt

1-2 msk sítrónusafi

Hvítlaukirinn er maukaður með saltinu og olíunni er bætt saman við smátt og smátt.

Hægt að nota minihakkara eða töfrasprota. Einfaldast er að hafa það þannig að hægt sé að hella olíunni útí í mjórri bunu á meðan verið er að blanda.

Þegar um fjórðungur er kominn af olíunni á að seja smá af sítrónusafanum útí og haldið áfram að blanda með olíunni.

Þetta er gert til skiptis þar til búið er að setja allan sítrónusafann og olíuna útí. Sósan á að þykkna aðeins við það að blanda hana.

Geymist í kæli í 1-2 vikur.