Trönuberja- apppelsínumuffins
1 egg
60 g sykur
30 g púðursykur
50 g mjúkt smjör
150 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1/4 tsk kanill
börkur af einni appelsínu
1 tsk vanilludropar
safi úr einni appelsínu (85 ml)
80 g trönuber fersk eða frosin og þiðin
Byrjið á að þeyta saman egg, sykur og púðursykur. Bætið við smjöri og vanilludropum og þeytið aðeins saman.
Sigtið þurrefnin út í skálina og hrærið saman við sleif. Setjipð að lokum berin út ú og hrærið varlega saman,
Setjið pappírsform í muffins bökunarform og fyllið formið að 3/4 með deiginu.
Bakið við 200°c í 15-20 mínútur eða þar til kökurnar hafa tekið fallegan lit og prjónn kemur hreinn út ef stungið er í þær.
Leyfið kökunum að kólna á kæligrind.