Vanilluís bollakökur

Vanilluís bollakökur

12 ísform með flötum botni

170 g mjúkt smjör

170 g sykur

3 egg

170 g hveiti

1-2 tsk vanilludropar

Hræra saman smjör og sykur og bæta síðan við eggjunum. Hveiti og vanilludropum er að lokum hrært saman við. Ísformin eru látin standa í cupcakeformi og deig sett í 3/4 ísformsins. Bakað við 180°c í 20 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn úr kökunni ef stungið er í. Láta kökurnar kólna alveg áður en skreytt er með vanillusmjörkremi.

Vanillusmjörkrem:

150 g smjör

450 g flórsykur

1 tsk vanilludropar

mjólk eftir þörfum (láta í mjög litlu mæli í einu)