Vanillukrem

Vanillukrem

8 eggjarauður

80 g maizena mjöl

1 vanillustöng

180 g sykur

750 ml mjólk

250 ml rjómi

Setjið mjólk, rjóma og sykur saman í pott. Skafið fræin úr vanillustönginni og setjið bæði fræin og stöngina út í pottinn. Hitið við vægan hita þar til blandan nær suðu og slökkvið þá undir pottinum.

Í skál má píska saman eggjarauður og maizena mjöl.

Nú er komið að því að tempra eggjarauðurnar en þá er mjólkinni hrært út í egggjablönduna í smáum skömmtum til að ná að hita eggjablönduna án þess að elda eggin (þetta hleypur í kekki ef þetta er gert oft hratt).

Þegar blandan er öll komin út í skálina má setja hana aftur yfir í pottinn og hita við miðlungshita. Hrærið stöðugt í pottinum með písk á meðan blandan er hituð að 85°c. Þegar blandan byrjar að sjóða á að slökkva undir pottinum og taka af hitanum. Hrærið áfram í pottinum á meðan blandan byrjar að kólna. Geymið í kæli með plastfilmu þétt upp við búðinginn/kremið til að myndist síður skán á kremið.

Þetta má nota sem fyllingu í skólabollur eða vínarbrauð.