Appelsínumuffins
80 g sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
150 ml bragðlítil olía
100 ml appelsín
220 g hveiti
klípa salt
1 tsk matarsódi
Glassúr:
Börkur af einni appelsínu
6 msk flórsykur
1-2 msk ferskur appelsínusafi
Byrjið á að þeyta saman egg og sykur þar til létt og ljóst.
Bætið við vanilludropum, olíu og appelsíni. Hrærið létt saman og sigtið þurrefnin samanvið. Hrærið varlega saman með sleif.
Skiptið deiginu á milli 12 muffinsforma og bakið við 180°c í 15-20 mínútur.
Leyfið kökunum að kólna og setjið síðan glassúr (og hlaup sem skraut ef vill).