Aspas baka

Aspas baka

1 pakki smjördeig (puff pastry)

100 g smurostur (hreinn eða með skinku)

1 egg

6 sneiðar skinka

2 dósir aspasspjót eða tvö búnt ferskur aspas

30 g rifinn ostur

Ef verið er að nota ferskan aspas þarf að sjóða hann í nokkar mínútur til að mýkja hann.

Byrjið á að leyfa deiginu að þiðna og setjið síðan á bökunarpappír.

Forhitið ofninn í 200°c.

Merkið deigið með hníf (ekki skera alla leið í gegn) til að mynda 1 cm kant. Pikkið allt deigið fyrir innan kantinn með gaffli til að koma í veg fyrir að miðja deigsins lyfti sér.

Sláið eggið með gaffli í skál og penslið kantinn með egginu. Geymið afganginn af egginu, það verður notað síðar.

Bakið deigið í 10 mínútur.

Blandið saman smurosti og 2 msk af egginu. Kryddið til með svörtum pipar.

Smyrjið smurosta- eggjablöndunni yfir deigið og stráið skorinni skinku yfir. Raðið aspasinum þar yfir og stráið örlitlum rifnum osti yfir aspasinn.

Bakið í 20 mínútur til viðbótar.