Birkirúnstykki
8 stykki úr þessari uppskrift
2 tsk þurrger
250 ml volgt vatn
1 tsk sykur
1 tsk salt
1 msk olía
380 g hveiti
Leysið ger og sykur upp í volgu vatninu. og leyfið gerinu að freyða (þetta tekur venjulega um 10 mínútur).
Blandið þurrefnum og olíu út í gerblönduna og hnoðið vel saman.
Leyfið deiginu að hefast á hlýjum stað í um klukkustund.
Skipið deiginu í 8 kúlur og setjið á bökunarpappírsklædda plötu.
Penslið bollurnar með vatni og toppið með birkifræjum.
Til að rúnstykkin fái stökkari skorpu má setja sjóðandi heitt vatn í bökunarform eða bakka í botn ofnsins fyrir bakstur. Leyfið bollunum að hefast í 40 mínútur og bakið síðan við 220 °c í um 20 mínútur.