Focaccia með rauðlauk

Focaccia með rauðlauk

600 g hveiti

1 msk þurrger

500 ml volgt vatn

2 tsk maldon salt

1 msk olía

Fyrir toppinn:

Sneiddur rauðlaukur

svartar ólífur

ólífuolía

maldon salt

Byrjið á að blanda saman öllum innihaldsefnum og látið deigið hefast í 8-12 klst í kæli.

Hellið deiginu í smurt eða bökunarpappírsklætt form. Hellið örlítilli ólífuolíu yfir deigið og þrýstið ofaní deigið með fingurgómunum til að mynda litlar ójöfnur í deigið, stráið ólífum og rauðlauk ásamt saltinu yfir.

Bakið við 180°c í um 40 mínútur eða þar til brauðið hefur tekið fallegan gylltan lit.