Kúrbítseggjakaka

Kúrbítseggjakaka

1 heilt egg

1 eggjahvíta

1 lúka rifinn kúrbítur, kreistur

smávegis klipptur graslaukur

1-2 stk vorlaukur

20-30 g rifinn ostur

salt og pipar eftir smekk

Forhitið air fryer í 200°c.

Byrjið á að rífa kúrbítinn á rifjárni og kreistið vökvann úr kúrbítnum. Sneiðið vorlaukinn og klippið graslaukinn. Blandið gr´nmetinu saman í skál.

Eggin eru sett í skál og slegin sundur með gaffli, krydduð til með salti og pipar og síðan hellt yfir grænmetið ásamt rifnum osti.

Setjið bökunarpappír í botninn á bökunarformi (ég nota 12 cm hringform.) Úðið smávegis olíu á bökunarpapírinn og hellið sían eggjablöndunni í formið.

Bakið við 200°c í 8 mínútur í airfryer.